Við segjum skilið við Picasa
Við höfum ákveðið að hætta með Picasa og einbeita okkur alfarið að einni myndaþjónustu – Google myndum – nýju og snjallara myndaforriti sem virkar snurðulaust bæði í fartækjum og á vefnum.
Hvar get ég fundið myndirnar mínar?

Ef þú geymir myndir eða myndskeið í Picasa vefalbúmi er auðveldasta leiðin til að opna, breyta og deila megninu af slíku efni að skrá sig inn á Google myndir. Myndirnar þínar og myndskeiðin verða þegar komin þangað.

Fara í Google myndir
Get ég áfram notað skjáborðsforritið?

Þeir sem hafa þegar sótt forritið geta haldið áfram að nota það með sama hætti og áður. Hins vegar verður forritið ekki þróað áfram og engar uppfærslur í boði.

Ef þú kýst að skipta yfir í Google myndir geturðu haldið áfram að flytja myndir og myndskeið með upphleðsluforritinu fyrir tölvur á photos.google.com/apps.

Frekari upplýsingar